NBA í nótt: Dirk frá í tvær vikur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2008 11:49 Dirk Nowitzky meiddist illa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dallas Mavericks á nú í mikilli hættu að missa af úrslitakeppninni eftir að Dirk Nowitzky meiddist í nótt og verður væntanlega frá í tvær vikur. Dallas tapaði San Antonio, 88-81, og þá unnu Denver og Golden State einnig sína leiki. Golden State á einn leik til góða á Dallas og getur jafnað árangur liðsins með sigri. Denver á lengra í land en liðið þarf að vinna tvo leiki og stóla á að Dallas tapi tveimur til að jafna árangur liðsins. Aðeins tvö af þessum þremur liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem hefst eftir tæpan mánuð. Dallas á tólf leiki eftir og gæti þurft að klára stærstan hluta deildakeppninnar án Nowitzky. Hann meiddist þegar hann lenti illa eftir að hann reyndi að verja skot í leiknum gegn San Antonio. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag en eigandi Dallas, Marc Cuban, segir að hann verði frá næstu tvær vikurnar. Þetta var þriðji tapleikur Dallas í röð en Jerry Stackhouse var stigahæstur hjá liðinu með nítján stig. Tim Duncan var með nítján stig og þrettán fráköst og Tony Parker þrettán stig fyrir San Antonio. Baráttan um heimavallarréttindin í Vestrinu er í hámarki. Fimm lið eru nánast efst og jöfn að árangri og verður því afar spennandi að fylgjast með lokasprettinum í deildinni. New Orleans og Lakers eru jöfn og efst á toppnum en Lakers tapaði fyrir Golden State í nótt, 115-111. Kobe Bryant skoraði úr tveimur þriggja stiga skotum á síðustu mínútunni en Stephen Jackson svaraði alltaf jafnóðum í sömu mynt. Monta Ellis og Jackson voru stigahæstir hjá Golden State með 31 stig en hjá Lakers skoraði Kobe 36 stig. Denver vann Toronto, 109-100. Allen Iverson var með 36 stig og Carmelo Anthony 33. Washington vann Detroit, 95-83, þar sem Antawn Jamison skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Dallas Mavericks á nú í mikilli hættu að missa af úrslitakeppninni eftir að Dirk Nowitzky meiddist í nótt og verður væntanlega frá í tvær vikur. Dallas tapaði San Antonio, 88-81, og þá unnu Denver og Golden State einnig sína leiki. Golden State á einn leik til góða á Dallas og getur jafnað árangur liðsins með sigri. Denver á lengra í land en liðið þarf að vinna tvo leiki og stóla á að Dallas tapi tveimur til að jafna árangur liðsins. Aðeins tvö af þessum þremur liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem hefst eftir tæpan mánuð. Dallas á tólf leiki eftir og gæti þurft að klára stærstan hluta deildakeppninnar án Nowitzky. Hann meiddist þegar hann lenti illa eftir að hann reyndi að verja skot í leiknum gegn San Antonio. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag en eigandi Dallas, Marc Cuban, segir að hann verði frá næstu tvær vikurnar. Þetta var þriðji tapleikur Dallas í röð en Jerry Stackhouse var stigahæstur hjá liðinu með nítján stig. Tim Duncan var með nítján stig og þrettán fráköst og Tony Parker þrettán stig fyrir San Antonio. Baráttan um heimavallarréttindin í Vestrinu er í hámarki. Fimm lið eru nánast efst og jöfn að árangri og verður því afar spennandi að fylgjast með lokasprettinum í deildinni. New Orleans og Lakers eru jöfn og efst á toppnum en Lakers tapaði fyrir Golden State í nótt, 115-111. Kobe Bryant skoraði úr tveimur þriggja stiga skotum á síðustu mínútunni en Stephen Jackson svaraði alltaf jafnóðum í sömu mynt. Monta Ellis og Jackson voru stigahæstir hjá Golden State með 31 stig en hjá Lakers skoraði Kobe 36 stig. Denver vann Toronto, 109-100. Allen Iverson var með 36 stig og Carmelo Anthony 33. Washington vann Detroit, 95-83, þar sem Antawn Jamison skoraði 24 stig og tók tólf fráköst.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira