Eiður Smári gæti byrjað í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 11:41 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Barcelona. Nordic Photos / AFP Schalke 04 tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Spænskir fjölmiðlar spá því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Börsunga. Marca stillir liðinu upp þannig að Eiður Smári verði vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Ronaldinho hefur venjulega gegnt þeirri stöðu en hann er ekki í leikmannahópi Börsunga í dag. Hann hefur hingað til komið við sögu í öllum leikjum Barcelona í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Lionel Messi er enn frá vegna meiðsla og þá er Samuel Eto'o tæpur eftir að hann meiddist á kálfa gegn Real Betis á laugardaginn. Marca reiknar reyndar með því að Eto'o verði í fremstu víglínu og Iniesta hægra megin. Samkvæmt því verða Thierry Henry, Bojan Krkic og Giovanni dos Santos á bekknum. Marca spáir því að Yaya Toure, Rafael Marquez og Xavi verði á miðjunni en Marquez hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Deco fór ekki með til Þýskalands en gæti náð síðari leiknum í Barcelona. Barcelona tapaði fyrir Real Betis um helgina, 3-2, eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þá var Iniesta á miðjunni ásamt Toure og Xavi og þeir Bojan, Eto'o og Henry í sókninni. Eiður Smári kom inn á sem varmaður fyrir Toure seint í leiknum, rétt eins og í 4-1 sigurleiknum á Valladolid þar á undan. Eiður Smári var síðast í byrjunarliði Barcelona í deildinni er liðið gerði 2-2 jafntefli við Almeria um miðjan mánuðinn en þá lék hann við hlið Xavi og Edmilson á miðjunni en þeir Bojan, Eto'o og Iniesta voru frammi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Schalke 04 tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Spænskir fjölmiðlar spá því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Börsunga. Marca stillir liðinu upp þannig að Eiður Smári verði vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Ronaldinho hefur venjulega gegnt þeirri stöðu en hann er ekki í leikmannahópi Börsunga í dag. Hann hefur hingað til komið við sögu í öllum leikjum Barcelona í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Lionel Messi er enn frá vegna meiðsla og þá er Samuel Eto'o tæpur eftir að hann meiddist á kálfa gegn Real Betis á laugardaginn. Marca reiknar reyndar með því að Eto'o verði í fremstu víglínu og Iniesta hægra megin. Samkvæmt því verða Thierry Henry, Bojan Krkic og Giovanni dos Santos á bekknum. Marca spáir því að Yaya Toure, Rafael Marquez og Xavi verði á miðjunni en Marquez hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Deco fór ekki með til Þýskalands en gæti náð síðari leiknum í Barcelona. Barcelona tapaði fyrir Real Betis um helgina, 3-2, eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Þá var Iniesta á miðjunni ásamt Toure og Xavi og þeir Bojan, Eto'o og Henry í sókninni. Eiður Smári kom inn á sem varmaður fyrir Toure seint í leiknum, rétt eins og í 4-1 sigurleiknum á Valladolid þar á undan. Eiður Smári var síðast í byrjunarliði Barcelona í deildinni er liðið gerði 2-2 jafntefli við Almeria um miðjan mánuðinn en þá lék hann við hlið Xavi og Edmilson á miðjunni en þeir Bojan, Eto'o og Iniesta voru frammi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira