Lið FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir 67-63 sigur á Val í oddaleik í Iðunni á Selfossi. Troðfullt var út úr dyrum á Selfossi í kvöld og gríðarleg stemming á pöllunum.
Sævar Sigurmundsson og Matthew Hammers skoruðu 19 stig hvor en Rob Hodgson var stigahæstur Valsmanna með 17 stig.