KR vann Þór/KA á útivelli í Landsbankadeild kvenna í kvöld 3-2. Heimastúlkur höfðu hinsvegar forystu í hálfleik.
Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir í upphafi leiks, Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði en Bojana Besic skoraði síðan beint úr aukaspyrnu og hefur þar með skorað beint úr aukaspyrnu í fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu.
En KR-stúlkur náðu að snúa blaðinu við og innbyrða sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Hrefna Huld Jóhannesdóttir jafnaði áður en Hólmfríður skoraði annað mark sitt og sigurmark KR.
KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Á föstudagskvöld verða fjórir leikir á dagskrá í Landsbankadeild kvenna og hefjast allir 19:15:
Fjölnir - Valur
Keflavík - Fylkir
KR - Breiðablik
Afturelding - Stjarnan