Kjaftfor strákastelpa 11. september 2008 07:00 Page vorkennir kyngerðum leikkonum en segist sjálf „tomboy“ eða strákastelpa. NordicPhotos/Getty Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frumsýnd er hér á landi um helgina. Page, sem er ættuð frá Halifax í Kanada, hefur að mestu leikið í myndum sjálfstæða kvikmyndageirans, en ekki látið glepjast af Hollywood. Hún segist finna til með slúðurstjörnum á hennar aldri eins og Lindsay Lohan. „Mér finnst margar þeirra hafa verið ofboðslega kyngerðar og það mjög ungar. Það hlýtur að vera erfitt að fóta sig þegar öllu lífi þínu er snúið upp í hór í fjölmiðlum." Page hefur tekist á við hlutverk klárra stúlkna á borð við Vanessu í Smart People sem og öfgakenndari rullur. Í Hard Candy frá 2005 leikur hún vægðarlausa stelpu sem pintar barnaníðinga. Í An American Crime leikur hún stelpu sem er gróflega misþyrmt og svelt, en myndin er byggð á sönnum atburðum. Kaldhæðni örlaganna er hins vegar sú að flestir þekkja hana sem stelpuna úr þriðju X-Men myndinni. Eða gerðu það áður en hún lék óléttu unglingsstúlkuna Juno. Munnsöfnuður Juno stjarnan segir skoðun sína óheflað líkt og persónurnar sem hún leikur. NordicPhotos/AFP Blaðamenn virðast aldrei þreytast á því að spyrja Page hvort hún líkist Juno. „Ég segi óviðeigandi hluti, eins og Sarah Silverman á spítti. En ég er kannski aðeins minna rasísk. Ég meina, auðvitað er ég ekki fokking rasisti. Mér er almennt sama hvað fólki finnst um mig." Page virðist fyrirlíta hina hefðbundnu ímynd unglingsstúlkna í kvikmyndum og er þreytt á myndum þar sem stelpan þarf að breyta sér til að öðlast vinsældir. Hún minnist þess hvernig strákastelpan, leikin af Ally Sheedy, í Breakfast Club fær nýtt Barbie-bleikt útlit til að ganga í augun á sæta stráknum. „Í alvöru? Þið hljótið að vera að grínast! Hugsið um alla aumingjans krakkana sem horfðu á þetta. Svona kvikmyndir láta strákastelpur eins og mig efast um réttmæti þess að vera maður sjálfur. Bara af því að mann langar frekar að klifra í trjám en að totta stráka."- kbs Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frumsýnd er hér á landi um helgina. Page, sem er ættuð frá Halifax í Kanada, hefur að mestu leikið í myndum sjálfstæða kvikmyndageirans, en ekki látið glepjast af Hollywood. Hún segist finna til með slúðurstjörnum á hennar aldri eins og Lindsay Lohan. „Mér finnst margar þeirra hafa verið ofboðslega kyngerðar og það mjög ungar. Það hlýtur að vera erfitt að fóta sig þegar öllu lífi þínu er snúið upp í hór í fjölmiðlum." Page hefur tekist á við hlutverk klárra stúlkna á borð við Vanessu í Smart People sem og öfgakenndari rullur. Í Hard Candy frá 2005 leikur hún vægðarlausa stelpu sem pintar barnaníðinga. Í An American Crime leikur hún stelpu sem er gróflega misþyrmt og svelt, en myndin er byggð á sönnum atburðum. Kaldhæðni örlaganna er hins vegar sú að flestir þekkja hana sem stelpuna úr þriðju X-Men myndinni. Eða gerðu það áður en hún lék óléttu unglingsstúlkuna Juno. Munnsöfnuður Juno stjarnan segir skoðun sína óheflað líkt og persónurnar sem hún leikur. NordicPhotos/AFP Blaðamenn virðast aldrei þreytast á því að spyrja Page hvort hún líkist Juno. „Ég segi óviðeigandi hluti, eins og Sarah Silverman á spítti. En ég er kannski aðeins minna rasísk. Ég meina, auðvitað er ég ekki fokking rasisti. Mér er almennt sama hvað fólki finnst um mig." Page virðist fyrirlíta hina hefðbundnu ímynd unglingsstúlkna í kvikmyndum og er þreytt á myndum þar sem stelpan þarf að breyta sér til að öðlast vinsældir. Hún minnist þess hvernig strákastelpan, leikin af Ally Sheedy, í Breakfast Club fær nýtt Barbie-bleikt útlit til að ganga í augun á sæta stráknum. „Í alvöru? Þið hljótið að vera að grínast! Hugsið um alla aumingjans krakkana sem horfðu á þetta. Svona kvikmyndir láta strákastelpur eins og mig efast um réttmæti þess að vera maður sjálfur. Bara af því að mann langar frekar að klifra í trjám en að totta stráka."- kbs
Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira