Þjóðin á að eiga bankana Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2008 06:00 Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Bankastarfsemi Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður. Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og samþykkt að Björgólfur, ásamt syni sínum og þriðja aðila, mætti kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið fram hjá einkavæðingarnefnd. Margir telja að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann. Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankann. Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að bankarnir hafi verið afhentir mönnum, sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir að það hefði átt að selja bankana kunnáttumönnum, fagmönnum. Eitt er víst að þessir aðilar sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán, voru óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot. Nú eru stóru einkabankarnir þrír allir komnir í eigu ríkisins á ný. En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað hefðu þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í fjárfestingum erlendis og gífurlegum lántökum ytra til þess að fjármagna fjárfestinguna. En það var þessi fjárfesting erlendis og gífurlegar lántökur, sem settu bankana á hausinn. Ég tel, að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina síðar, að leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum. En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana. Markmið einkabankanna að braska og græða. Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins, þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel, einstaklingum og fyrirtækjum. Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest á rekstrinum. Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna, þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask, sem að lokum varð þeim að falli. Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði, sem lítið var á bak við. Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum. En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum, sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í hjá einkabönkunum. Eldra fólk sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll. Um leið og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur á ný. Þá verður aftur farið að gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð, hærri vexti á sérreikningum, sem sagði eru án áhættu en svo er ekki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana. Ég er andvígur því. Ég tel, að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun