Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Nanna Hlín skrifar 25. ágúst 2008 12:51 Frá Reynisfjöru. Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira