Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd 2. október 2008 05:15 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyran. Myndin verður sýnd í Regnboganum á föstudagskvöld.fréttablaðið/stefán Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira