Fjórtán marka sigur Rúmeníu Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 1. júní 2008 14:38 Rakel Dögg Bragadóttir. Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti).
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira