Ríkisstjórn biðstöðunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2009 05:00 Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðismenn endurmetum nú fortíðina á opinskáan og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæðingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábótavant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarðanir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að viðspyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkissjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð" mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsóknir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opinbers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröfur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóðavísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabankastjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og duglegt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun