Mega Financial, þriðja stærsta fjármálafyrirtæki Taiwan tapið rúmlega 47 milljónum dollara, eða rúmlega 5 milljarða kr. á fjármálagerningum sem fyrirtækið átti í íslensku bönkunum.
Þetta kemur fram í uppgjöri Mega Financial fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári. Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni minnkaði hagnaður fyrirtækisins um 19% á fjórðungnum en 96% á árinu í heild.
Þrot íslensku bankanna og fyrrgreint tap er þó smáaurar miðað við það sem Mega Financial horfir fram á vegna fjármálakreppunnar í Bandaríkjunum. Fjárfestingar fyrirtækisins í Lehman Brothers, Merrill Lynch og AIG námu samtals 9 milljörðum dollara