Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:44 Slóvakinn Maros Sefcovic er viðskiptaráðherra Evrópusambandsins. EPA Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin. Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin.
Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent