Brostið traust er ekki traustabrestur Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2009 06:00 Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni. Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á „lántökualdri". Nú virðast þessir 40 þúsund Íslendingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætisráðherrans, fjármálaráðherrans, utanríkisráðherrans - og Tryggva Þórs Herbertssonar - um að allt væri í stakasta lagi. Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuldbindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins. Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðrembingurinn hefur breyst í andhverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga samskipti við umheiminn og Íslendinga. Fötin, sem við klæðumst, Skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs - landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu - allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir andvirði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlöndum. Sem við verðum að fá útlendinga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila - og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýðræðislegum kosningum og samþykktum Alþingis sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásarvíkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber. Þetta er ekki spurning um auðmagn, vonda kapítalista né hvernig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið á bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalismans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara. Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni. Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á „lántökualdri". Nú virðast þessir 40 þúsund Íslendingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætisráðherrans, fjármálaráðherrans, utanríkisráðherrans - og Tryggva Þórs Herbertssonar - um að allt væri í stakasta lagi. Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuldbindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins. Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðrembingurinn hefur breyst í andhverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga samskipti við umheiminn og Íslendinga. Fötin, sem við klæðumst, Skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs - landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu - allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir andvirði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlöndum. Sem við verðum að fá útlendinga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila - og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýðræðislegum kosningum og samþykktum Alþingis sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásarvíkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber. Þetta er ekki spurning um auðmagn, vonda kapítalista né hvernig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið á bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalismans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara. Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar