Skilyrðislaus uppgjöf Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 24. febrúar 2009 00:01 Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magnússon, sem kosinn var á þing 2007 fyrir Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað aftur heim til íhaldsins. Það eina sem sætir tíðindum við þetta er tímasetningin. Gleymd er öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótum, og annarri kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af valdatöku og valdbeitingu þessa hóps sl. átján ár. Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hruninn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækjanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himin-háir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misserum að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulögfræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið. Atvinnuleysingjar teljast nú 15.000. Það er eini þjóðfélagshópurinn sem er í örum vexti. Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli. Skuldugasti hópurinn - unga fólkið - er í biðröð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stórum stíl er fyrirsjáanlegur. Þeirra sem ætla að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga skatta á næstu árum um leið og velferðarkerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur og ryð fær ekki grandað - nefnilega mannorðinu. Þetta er viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins eftir átján ára samfelldan valdaferil. Sagði ekki Jón Magnússon einhvers staðar að það væru átján ár frá því að hann villtist að heiman frá íhaldinu? Það eru þessi sömu átján ár, ekki satt? Hvort skyldi nú Jón vera að umbuna íhaldinu fyrir frammistöðuna eða er aumingjagæska Jóns komin á svo hátt stig að hann telji þetta rétta augnablikið til að snúa heim og rétta þeim sáttfúsa hjálparhönd? Höfundur var einu sinni formaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magnússon, sem kosinn var á þing 2007 fyrir Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað aftur heim til íhaldsins. Það eina sem sætir tíðindum við þetta er tímasetningin. Gleymd er öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótum, og annarri kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af valdatöku og valdbeitingu þessa hóps sl. átján ár. Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hruninn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækjanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himin-háir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misserum að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulögfræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið. Atvinnuleysingjar teljast nú 15.000. Það er eini þjóðfélagshópurinn sem er í örum vexti. Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli. Skuldugasti hópurinn - unga fólkið - er í biðröð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stórum stíl er fyrirsjáanlegur. Þeirra sem ætla að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga skatta á næstu árum um leið og velferðarkerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur og ryð fær ekki grandað - nefnilega mannorðinu. Þetta er viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins eftir átján ára samfelldan valdaferil. Sagði ekki Jón Magnússon einhvers staðar að það væru átján ár frá því að hann villtist að heiman frá íhaldinu? Það eru þessi sömu átján ár, ekki satt? Hvort skyldi nú Jón vera að umbuna íhaldinu fyrir frammistöðuna eða er aumingjagæska Jóns komin á svo hátt stig að hann telji þetta rétta augnablikið til að snúa heim og rétta þeim sáttfúsa hjálparhönd? Höfundur var einu sinni formaður Alþýðuflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun