LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant 19. maí 2009 14:39 Margir spá því að Kobe Bryant og LeBron James muni mætast í lokaúrslitum NBA í júní Nordic Photos/Getty Images LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30. NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30.
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira