Ekki meir, ekki meir 21. desember 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun