LeBron með þrennu annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 08:58 LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Mynd/GettyImages LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento. NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Sjá meira
LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento.
NBA Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Sjá meira