Þjóðin segi já eða nei 7. ágúst 2009 06:00 Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar