Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar