Hamskipti húsa 15. desember 2009 06:00 Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun