Rökþrota Illugi Árni Finnsson skrifar 16. mars 2009 06:00 Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun