Að trúa á góðvild Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. júní 2009 06:00 Það er sterk upplifun að vera í návígi við mann sem þekktur er í gegnum fjölmiðla og hefur á þann hátt verið hluti af lífi manns í áratugi. Það reyndu nokkur þúsund Íslendingar sem hlýddu á Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudag og væntanlega ekki síður þeir sem tóku þátt í samtrúarlegri friðarstund í Hallgrímskirkju á öðrum degi hvítasunnu. Dalai Lama hafði ótrúlega sterka nærveru þar sem hann sat í hægindastól með skrautlegum púðum á sviði Laugardalshallar. Hann virtist hafa lifandi áhuga á tónlistinni sem honum var flutt áður en hann hóf mál sitt og þegar að því kom birtist maður sem í senn er ótrúlega hversdagslegur og um leið á einhvern hátt upphafinn. Af Dalai Lama stafar mikil hlýja og mannkærleikur. Hann lagði út af hversdagslegum dæmisögum og tengdi þannig friðar- og kærleiksboðskap sinn við daglegt líf venjulegs fólks. Húmorinn er skammt undan og með reglulegu millibili færist bros yfir andlitið, sem vissulega ber merki alllangrar ævi, og svo hlær hann af innlifun og mikilli gleði. Spekingurinn mikli Dalai Lama óttast ekki að svara spurningum sem fyrir hann eru lagðar á þann veg að hann viti ekki svarið við þeim. Þetta gerir hann af auðmýkt þess sem hvílir öruggur í sjálfi sínu. Margt væri áreiðanlega farsælla í heiminum ef fleiri hefðu tök á að sýna viðlíka auðmýkt gagnvart viðfangsefnum sínum og viðurkenna þegar þeir þekkja ekki leiðina að lausn verkefnisins sem við blasir. Annað sem einkennir Dalai Lama er hversu lítið hátíðlega hann tekur sjálfan sig. Þegar hann er spurður um samskipti hjóna eða barnauppeldi hlær hann og segir: „Ég veit það ekki, hvernig á ég að vita það? Ég er munkur." Á eftir fylgja svo góð ráð sem gagnast geta í öllum samskiptum, einnig milli hjóna og í hlutverki uppalenda, ráð sem einkennast af samkennd, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Hann bendir á að með því að einbeita okkur að velferð annarra þá aukum við um leið eigin hamingju og þroska og þar með eigin farsæld. Við sem byggjum þessa jörð þurfum vitanlega á alls kyns reglum og römmum að halda fyrir samskipti okkar, bæði manna og þjóða í milli. Hitt er ljóst að ef fleiri tileinkuðu sér lífssýn Dalai Lama, hugsjón hans um frið, umhyggju og ekki síst virðingu í garð náunga okkar þá væri friðvænlegra í heiminum en nú er. „Trúarbrögð mín eru mjög einföld. Ég trúi á góðvildina," hefur Dalai Lama sagt. Þetta er einföld og skýr sýn og undir hana geta flestir tekið, óháð trúarbrögðum, og Dalai Lama leggur einmitt mikið upp úr skilningi og virðingu milli trúarhópa heimsins. Viðfangsefni okkar mannanna, hvort sem við erum kristin, múslimar, búddatrúar eða aðhyllumst enn önnur trúarbrögð, ellegar engin, er að leitast við að lifa í samræmi við þessa einföldu sýn og með því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að bæta mannlífið og þar með stuðla að auknum friði í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun
Það er sterk upplifun að vera í návígi við mann sem þekktur er í gegnum fjölmiðla og hefur á þann hátt verið hluti af lífi manns í áratugi. Það reyndu nokkur þúsund Íslendingar sem hlýddu á Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudag og væntanlega ekki síður þeir sem tóku þátt í samtrúarlegri friðarstund í Hallgrímskirkju á öðrum degi hvítasunnu. Dalai Lama hafði ótrúlega sterka nærveru þar sem hann sat í hægindastól með skrautlegum púðum á sviði Laugardalshallar. Hann virtist hafa lifandi áhuga á tónlistinni sem honum var flutt áður en hann hóf mál sitt og þegar að því kom birtist maður sem í senn er ótrúlega hversdagslegur og um leið á einhvern hátt upphafinn. Af Dalai Lama stafar mikil hlýja og mannkærleikur. Hann lagði út af hversdagslegum dæmisögum og tengdi þannig friðar- og kærleiksboðskap sinn við daglegt líf venjulegs fólks. Húmorinn er skammt undan og með reglulegu millibili færist bros yfir andlitið, sem vissulega ber merki alllangrar ævi, og svo hlær hann af innlifun og mikilli gleði. Spekingurinn mikli Dalai Lama óttast ekki að svara spurningum sem fyrir hann eru lagðar á þann veg að hann viti ekki svarið við þeim. Þetta gerir hann af auðmýkt þess sem hvílir öruggur í sjálfi sínu. Margt væri áreiðanlega farsælla í heiminum ef fleiri hefðu tök á að sýna viðlíka auðmýkt gagnvart viðfangsefnum sínum og viðurkenna þegar þeir þekkja ekki leiðina að lausn verkefnisins sem við blasir. Annað sem einkennir Dalai Lama er hversu lítið hátíðlega hann tekur sjálfan sig. Þegar hann er spurður um samskipti hjóna eða barnauppeldi hlær hann og segir: „Ég veit það ekki, hvernig á ég að vita það? Ég er munkur." Á eftir fylgja svo góð ráð sem gagnast geta í öllum samskiptum, einnig milli hjóna og í hlutverki uppalenda, ráð sem einkennast af samkennd, fyrirgefningu og umburðarlyndi. Hann bendir á að með því að einbeita okkur að velferð annarra þá aukum við um leið eigin hamingju og þroska og þar með eigin farsæld. Við sem byggjum þessa jörð þurfum vitanlega á alls kyns reglum og römmum að halda fyrir samskipti okkar, bæði manna og þjóða í milli. Hitt er ljóst að ef fleiri tileinkuðu sér lífssýn Dalai Lama, hugsjón hans um frið, umhyggju og ekki síst virðingu í garð náunga okkar þá væri friðvænlegra í heiminum en nú er. „Trúarbrögð mín eru mjög einföld. Ég trúi á góðvildina," hefur Dalai Lama sagt. Þetta er einföld og skýr sýn og undir hana geta flestir tekið, óháð trúarbrögðum, og Dalai Lama leggur einmitt mikið upp úr skilningi og virðingu milli trúarhópa heimsins. Viðfangsefni okkar mannanna, hvort sem við erum kristin, múslimar, búddatrúar eða aðhyllumst enn önnur trúarbrögð, ellegar engin, er að leitast við að lifa í samræmi við þessa einföldu sýn og með því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að bæta mannlífið og þar með stuðla að auknum friði í heiminum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun