Lakers og Boston töpuðu bæði heima 5. maí 2009 09:10 Orlando er í góðri stöðu eftir sigur í Boston AP Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira