Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 11:00 Dwight Howard og félagar settust snemma á bekkinn í öruggum sigri á Cleveland. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst. NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst.
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira