Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 19:57 Harpa Þorsteinsdóttir úr Breiðablik og Anna Kristjánsdóttir úr Stjörnunni berjast um boltann í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira