Í anda Kennedy Margrét Kristmannsdóttir skrifar 1. september 2009 09:31 Að loknum sumarfríum er daglegt líf að falla í reglubundinn farveg og haustið og veturinn handan við hornið. Að loknum sumarfríum er daglegt líf að falla í reglubundinn farveg og haustið og veturinn handan við hornið. Við vitum öll að það bíður okkar erfiður vetur - enda þjóðfélagið rétt að komast upp á hnén eftir að hafa verið feykt um koll haustið 2008. Með niðurstöðu í Icesave-málinu getur þjóðin betur áttað sig á því gríðarlega fjárhagshöggi sem hún hefur orðið fyrir. En þó að peningar skipti vissulega miklu máli eru þeir ekki allt. Frá hruninu hefur svo margt annað farið úrskeiðis í okkar samfélagi sem við eigum ekki síður að hafa áhyggjur af. Það er eins og ný siðferðisleg viðmið hafi tekið gildi - að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir hegðun sem áður fyrr var fordæmd. Í skjóli nafnleyndar í bloggheimum hefur fjöldinn allur af fólki orðið að sæta mannorðsmorði, eigur einstaklinga eru skemmdar í skjóli nætur og sjálfsagt þykir að kenna starfsfólki í fjármála- og viðskiptalífinu um allt sem miður hefur farið. Það hugarfar ríkir að ef ég tel að komið hafi verið fram við mig á ósanngjarnan og óheiðarlegan hátt þá leyfist mér slíkt við sama. Hins vegar eiga óheiðarleiki, ósanngirni og andstyggilegheit aldrei rétt á sér. Þó að einhver hafi misstigið sig á siðferðissvellinu verður þjóðin ekkert betur stödd eftir því sem fleiri telja í lagi að ganga gegn áður óskrifuðum siðferðisreglum. Ef þjóðin mótmælir ekki kröftuglega slíkri lágkúru og hún festir sig í sessi sem viðurkennd hegðun verður fjárhagstjón hennar sennilega ekki mesti skaðinn sem hún stendur uppi með þegar fram líða stundir. Hins vegar er brýnt að sannfæra þjóðina um að réttlát reiði hennar muni að lokum fá útrás með því að þeir sem ábyrgð bera á hruninu verði látnir sæta ábyrgð. En sú niðurstaða á að birtast í dómsölum landsins - ekki hjá dómstóli götunnar. Það segir margt um einstaklinga og þjóð hvernig hún mætir mótlæti. Við - íslenska þjóðin - höfum val um það að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessari kreppu þannig að við getum horft hreykin til baka eftir nokkur ár, stolt yfir því hvernig til tókst. Því við munum vinna okkur upp úr þessari kreppu - það er eingöngu spurning með hvaða hætti. Þrjú hundruð þúsund manna þjóð er smáþjóð - en þrjú hundruð þúsund einstaklingar geta lyft grettistaki ef allir leggjast á eitt. Við getum öll gert eitthvað og þetta eitthvað þarf ekki að vera fjármagn - enda margir ekki aflögufærir þegar kemur að peningum. Hins vegar eigum við öll að geta látið af reiðinni, horft fram á við, veitt hvatningu og smitað út frá okkur með von, krafti og jákvæðni. Þetta verður ekkert auðvelt - en það er miklu meira í okkar anda að fara í gegnum þetta með jákvæðni og trú á framtíðina. John F. Kennedy sagði fyrir tæpri hálfri öld í frægri ræðu: "Spurðu ekki hvað þjóð þín getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir þjóð þína." Er þetta ekki spurningin sem við stöndum öll frammi fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Að loknum sumarfríum er daglegt líf að falla í reglubundinn farveg og haustið og veturinn handan við hornið. Að loknum sumarfríum er daglegt líf að falla í reglubundinn farveg og haustið og veturinn handan við hornið. Við vitum öll að það bíður okkar erfiður vetur - enda þjóðfélagið rétt að komast upp á hnén eftir að hafa verið feykt um koll haustið 2008. Með niðurstöðu í Icesave-málinu getur þjóðin betur áttað sig á því gríðarlega fjárhagshöggi sem hún hefur orðið fyrir. En þó að peningar skipti vissulega miklu máli eru þeir ekki allt. Frá hruninu hefur svo margt annað farið úrskeiðis í okkar samfélagi sem við eigum ekki síður að hafa áhyggjur af. Það er eins og ný siðferðisleg viðmið hafi tekið gildi - að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir hegðun sem áður fyrr var fordæmd. Í skjóli nafnleyndar í bloggheimum hefur fjöldinn allur af fólki orðið að sæta mannorðsmorði, eigur einstaklinga eru skemmdar í skjóli nætur og sjálfsagt þykir að kenna starfsfólki í fjármála- og viðskiptalífinu um allt sem miður hefur farið. Það hugarfar ríkir að ef ég tel að komið hafi verið fram við mig á ósanngjarnan og óheiðarlegan hátt þá leyfist mér slíkt við sama. Hins vegar eiga óheiðarleiki, ósanngirni og andstyggilegheit aldrei rétt á sér. Þó að einhver hafi misstigið sig á siðferðissvellinu verður þjóðin ekkert betur stödd eftir því sem fleiri telja í lagi að ganga gegn áður óskrifuðum siðferðisreglum. Ef þjóðin mótmælir ekki kröftuglega slíkri lágkúru og hún festir sig í sessi sem viðurkennd hegðun verður fjárhagstjón hennar sennilega ekki mesti skaðinn sem hún stendur uppi með þegar fram líða stundir. Hins vegar er brýnt að sannfæra þjóðina um að réttlát reiði hennar muni að lokum fá útrás með því að þeir sem ábyrgð bera á hruninu verði látnir sæta ábyrgð. En sú niðurstaða á að birtast í dómsölum landsins - ekki hjá dómstóli götunnar. Það segir margt um einstaklinga og þjóð hvernig hún mætir mótlæti. Við - íslenska þjóðin - höfum val um það að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessari kreppu þannig að við getum horft hreykin til baka eftir nokkur ár, stolt yfir því hvernig til tókst. Því við munum vinna okkur upp úr þessari kreppu - það er eingöngu spurning með hvaða hætti. Þrjú hundruð þúsund manna þjóð er smáþjóð - en þrjú hundruð þúsund einstaklingar geta lyft grettistaki ef allir leggjast á eitt. Við getum öll gert eitthvað og þetta eitthvað þarf ekki að vera fjármagn - enda margir ekki aflögufærir þegar kemur að peningum. Hins vegar eigum við öll að geta látið af reiðinni, horft fram á við, veitt hvatningu og smitað út frá okkur með von, krafti og jákvæðni. Þetta verður ekkert auðvelt - en það er miklu meira í okkar anda að fara í gegnum þetta með jákvæðni og trú á framtíðina. John F. Kennedy sagði fyrir tæpri hálfri öld í frægri ræðu: "Spurðu ekki hvað þjóð þín getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir þjóð þína." Er þetta ekki spurningin sem við stöndum öll frammi fyrir?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun