Handbolti

Haukakonur í úrslit en ekki Valur - Nína var ólögleg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nína Kristín Björnsdóttir í leik með Haukum.
Nína Kristín Björnsdóttir í leik með Haukum.
Valskonur fá ekki að spila til úrslita í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum þrátt fyrir að hafa unnið 31-26 sigur á Haukum í undanúrslitaleiknum í dag. Nína Kristín Björnsdóttir lék með Val þrátt fyrir að vera ekki komin með leikheimild en hún er að skipta í Val úr Haukum.

Yfirlýsingin frá HSÍ:

"Stjórn HSÍ hefur verið vakin athygli á því að Valur hafi notast við ólöglegan leikmann í leik Vals og Hauka í Deildarbikar HSÍ 27.12.09

Þegar leikskýrsla leiksins er skoðuð er skráð í lið Vals leikmaður nr.27, Nína K. Björnsdóttir. Sá leikmaður er skráður í Hauka með gildan leikmannasamning til 30.06.2010 og getur ekki fengið leikheimild með Val fyrr en 07.01.2010.

Að vel athuguðu máli er framkvæmdarstjóra HSÍ ekki annað fært en að úrskurða Haukum 10-0 sigur í leiknum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×