Kvikmyndagerðarmenn leggja Búðardal undir sig Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. júlí 2009 06:00 Ólafur Jóhannesson er í góðum félagsskap í kvikmyndinni Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar. Stefán Karl leikur aðalpersónuna Lárus sem lýgur sig inn í samfélagið á Búðardal á þeim forsendum að hann geti komið sláturhúsi staðarins aftur af stað. Ingvar E. Sigurðsson leikur hins vegar útgerðarkóng sem er ástfanginn af Jónatan en hann er leikinn af Gunnari Hanssyni. „Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég held að íbúunum sé alveg slétt sama, fullkomlega, það verður allavega engum alíkálfi slátrað þegar maður kemur,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson. Hann er á leiðinni heim til Búðardals þar sem nýjasta kvikmynd hans, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, gerist. Ólafur er frá Búðardal, ólst þar upp en vill sem minnst af laginu Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórðarson vita. „Nei, maður fattaði að þetta lag er til á einhverjum tímapunkti sem Búðdælingur og svo fékk maður ógeð á því.“ Æfingar hafa staðið yfir í gamla Saltfélagshúsinu að undanförnu en hópurinn heldur vestur í vikunni og leggur þá Búðardal undir sig. „Já, við munum búa úti um allt, í leikskólum, félagsheimilinu og svo munum við ganga inn í hús. Árangurinn veltir svolítið mikið á gestrisni íbúanna,“ útskýrir Ólafur. Laxdæla Lárusar segir frá Lárusi, sem er verkfræðingur með allt niðrum sig. Konan farin og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir nöprum hversdagsleikanum. Hann ákveður að ljúga sig inn í samfélagið í Búðardal á þeim forsendum að hann geti sett sláturhús staðarins aftur af stað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Stefán Karl Stefánsson aðalhlutverkið en hann verður í góðum félagsskap. Benedikt Erlingsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær, Harpa Arnarsdóttir og Eggert Þorleifsson fara öll með hlutverk í myndinni en Eggert leikur sveitarstjórann á svæðinu. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hún er einnig að leika Bjarnfreði í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. „Ég og Ragnar Bragason erum fínir vinir og ræddum þetta, hún verður á einhverjum þvælingi á milli tökustaða og er bara sátt með það,“ útskýrir Ólafur. Ingvar E. Sigurðsson leikur síðan útgerðarkóng að vestan sem hefur fundið ástina í líki Jónatans sem Gunnar Hansson leikur. Ólafur segir að hópurinn hafi átt erfitt með sig þegar þeir tveir voru að æfa atriðin sín, menn og konur hafi hreinlega grenjað úr hlátri. Ólafur hræðist ekkert að fara með þennan stóra hóp stórstjarna vestur á land. „Þetta verður ekkert mál og það sem mér þykir eiginlega skemmtilegast er að þarna hittir listapakkið af höfuðborgarsvæðinu listafólkið utan af landi og það verður til einhver ljóstillífun þarna á milli af því einhver api ákveður að búa til kvikmynd,“ útskýrir Ólafur.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira