Stóra planið til Rotterdam 20. janúar 2009 04:30 Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam en hún er svokölluð A-hátíð. „Þetta er stór hátíð og ég hlakka mikið til," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson en kvikmynd hans, Stóra planið, verður meðal mynda á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Sem þykir mikill heiður. Myndin verður sýnd í svokölluðum spectrum-hluta en Ólafi til halds og trausts verða meðal annars leikarar úr myndinni og framleiðendurnir Stefan Schaefer og Michael Imperioli en sá síðarnefndi lék einmitt glæpaforingjann Alexander í Stóra planinu. Imperioli þessi er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Sopranos-fjölskylduna sem sýndir voru á RÚV. Ólafi og honum hefur orðið vel til vina og íslenski leikstjórinn klippti meðal annars stikluna fyrir kvikmynd Imperioli, The Hungry Ghost, sem einnig verður sýnd á Rotterdam-hátíðinni. „Hann fékk ekki mikið greitt fyrir framlag sitt til Stóra plansins og mér fannst alveg sjálfsagt að launa honum greiðann með þessum hætti." Leikstjórinn er ekki búinn að taka ákvörðun um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann ætli að klippa Stóra planið í sjónvarpsþáttaröð en Ólafur vísar því á bug, ekkert slíkt hafi komið til tals. „Ég er bara að dúlla mér hérna heima, er með handrit í vinnslu og annað slíkt. En ekkert hefur verið ákveðið."- fgg Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er stór hátíð og ég hlakka mikið til," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson en kvikmynd hans, Stóra planið, verður meðal mynda á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Sem þykir mikill heiður. Myndin verður sýnd í svokölluðum spectrum-hluta en Ólafi til halds og trausts verða meðal annars leikarar úr myndinni og framleiðendurnir Stefan Schaefer og Michael Imperioli en sá síðarnefndi lék einmitt glæpaforingjann Alexander í Stóra planinu. Imperioli þessi er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Sopranos-fjölskylduna sem sýndir voru á RÚV. Ólafi og honum hefur orðið vel til vina og íslenski leikstjórinn klippti meðal annars stikluna fyrir kvikmynd Imperioli, The Hungry Ghost, sem einnig verður sýnd á Rotterdam-hátíðinni. „Hann fékk ekki mikið greitt fyrir framlag sitt til Stóra plansins og mér fannst alveg sjálfsagt að launa honum greiðann með þessum hætti." Leikstjórinn er ekki búinn að taka ákvörðun um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann ætli að klippa Stóra planið í sjónvarpsþáttaröð en Ólafur vísar því á bug, ekkert slíkt hafi komið til tals. „Ég er bara að dúlla mér hérna heima, er með handrit í vinnslu og annað slíkt. En ekkert hefur verið ákveðið."- fgg
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira