Félagshyggjustjórn - skýrt val kjósenda Skúli Helgason skrifar 9. mars 2009 00:01 Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið lenska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Það er réttlætt með því að flokkarnir vilji halda öllum möguleikum opnum á stjórnarsamstarfi og vilji ekki veikja samningsstöðu sína fyrirfram með því að útiloka tiltekna kosti. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur þegar tilkynnt opinberlega að hann muni fylgja þessari gömlu aðferð, að vera opinn í báða enda. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vita því ekki hvort þeir eru að greiða atkvæði með hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggjustjórn með Samfylkingunni og VG. Þingkosningar eru eina raunverulega tækið samkvæmt stjórnskipan lýðveldisins sem almenningur hefur til að hafa áhrif á landsstjórnina. Það tæki nær hins vegar bara hálfa leið, ef flokkarnir gefa ekki skýr skilaboð fyrir kosningar um það með hverjum þeir kjósi að starfa í ríkisstjórn. Óbundna leiðin grefur því undan lýðræðinu og felur í sér ákveðna lítilsvirðingu gagnvart almenningi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi nú að brjóta í blað og lýsa því yfir skýrt og skorinort að við viljum mynda félagshyggjustjórn að loknum kosningum. Stjórnarsamstarfið við VG gengur mjög vel, þar er mikil eindrægni og vilji til að koma mikilvægum aðgerðum í verk sem lúta að velferð heimila og bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja. Á þeim fáu vikum sem stjórnin hefur starfað hefur hún þegar afgreitt 30 mál sem nú eru í meðförum Alþingis og bíða þar afgreiðslu. Ég leyfi mér að halda því fram að samstarfið fram til þessa hafi farið fram úr björtustu vonum. Núverandi ríkisstjórn var mynduð á grundvelli mestu lýðræðisvakningar í landinu í áratugi. Virkt lýðræði hefur alla tíð verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar og ég tel að skýr yfirlýsing um stjórnarsamstarf sé virðingarvottur við kjósendur og gefi þeim skýrt val um félagshyggjustjórn sem hefji hér endurreisn samfélagsins á nýjum gildum jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun