LeBron James með 51 stig í sigri í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2009 10:04 LeBron skorar hér tvö af stigum sínum í nótt. Mynd/GettyImages LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni. LeBron náði ekki að vera með þrennu fjórða leikinn í röð því auk stiganna þá var hann með 9 stoðsendingar og 4 fráköst. Að venju tók LeBron leikinn yfir í lokin og skoraði 22 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. „Nú þarf ég að láta LeBron spila mikið því við erum ekki að spila vel varnarlega. Við getum ekki unnið leiki án LeBron en við getum heldur ekki unnið leiki án þess að spila vörn," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland eftir leikinn. Með sigrinum tryggði Cleveland sér sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni en það hefur ekki gerst síðan 1976. „Það voru komin 33 ár síðan félagið gat síðast hengt upp fána og það er löngu áður en ég fæddist. Við erum Miðdeildar-meistarar og getum verið stoltir af því," sagði LeBron í leikslok. Leon Powe var með 30 stig og 11 frásköst í þegar Boston Celtics vann Memphis Grizzlies 102-92. Ray Allen bætti við 22 stigum fyrir Boston en hjá Grizzlies var Rudy Gay stigahæstur með 26 stig. Memphis-liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Richard Hamilton átti enn einn stórleikinn í fjarveru Allen Iverson og var með 24 stig og 16 stoðsendingar þegar Detroit Pistons vann 99-95 útisigur á Toronto Raptors eftir framlengingu. Antonio McDyess var með 16 stig og 13 fráköst fyrir Detroit sem unnu alla leik tímabilsins á móti Toronto í fyrsta sinn síðan 1997-98. Chris Bosh var með 27 stig og 10 fráköst hjá Toronto og Jose Calderon bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en það kom þó ekki í veg fyir sjöunda tap liðsins í röð. Yao Ming var með 23 stig og Ron Artest var allt í öllu í vörn og sókn í lokin á 91-86 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats. Gerald Wallace var með 17 stig fyrir Bobcats. Thaddeus Young setti persónulegt met með 31 stigi í 104-101 sigri Philadelphia 76ers á Chicago Bulls. Andre Iguodala var með 25 stig en þetta var síðasti leikurinn sem 76ers spila í hinni 42 ára gömlu Spectrum-höll. Chris Paul var með 30 stig þegar New Orleans Hornets vann Milwaukee Bucks 95-86 en þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir Bucks sem hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Þrenna Jasons Kidd var ekki nóg fyrir Dallas Mavericks í nótt þegar liðið tapaði 119-110 á móti Golden State Warriors á útivelli. Kidd var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Dallas tapaði í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stephen Jackson var með 31 stig hjá Golden State og Monta Ellis var litlu síðri með 29 stig og 11 fráköst. Brandon Roy skoraði 24 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann New Jersey Nets, 109-100. Deven Harris var með 27 stig fyrir New Jersey sem er að gefa eftir og tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Hinn örsmái Nate Robinson er sjóðandi heitur þessa daganna og í nótt var hann með 25 stig í 102-94 útisigri New York Knicks á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var líka með 24 stig í þriðja sigri New York í röð. Ryan Gomes skoraði 28 stig fyrir Minnesota. Dwight Howard var með 18 stig og 13 fráköst auk þess að setja persónulegt met með 7 stoðsendingum í 112-103 sigri Orlando Magic á Washington Wizards. Antawn Jamison skoraði 36 stig fyrir Wizards. Joe Johnson fór yfir 30 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í 101-86 sigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Al Horford var með 17 stig og 15 fráköst í fjórða sigri Hawks í röð. T.J. Ford skoraði 29 stig fyrir Indiana eftir að hafa skorað 14 síðustu stig liðsins í leiknum. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni. LeBron náði ekki að vera með þrennu fjórða leikinn í röð því auk stiganna þá var hann með 9 stoðsendingar og 4 fráköst. Að venju tók LeBron leikinn yfir í lokin og skoraði 22 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. „Nú þarf ég að láta LeBron spila mikið því við erum ekki að spila vel varnarlega. Við getum ekki unnið leiki án LeBron en við getum heldur ekki unnið leiki án þess að spila vörn," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland eftir leikinn. Með sigrinum tryggði Cleveland sér sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni en það hefur ekki gerst síðan 1976. „Það voru komin 33 ár síðan félagið gat síðast hengt upp fána og það er löngu áður en ég fæddist. Við erum Miðdeildar-meistarar og getum verið stoltir af því," sagði LeBron í leikslok. Leon Powe var með 30 stig og 11 frásköst í þegar Boston Celtics vann Memphis Grizzlies 102-92. Ray Allen bætti við 22 stigum fyrir Boston en hjá Grizzlies var Rudy Gay stigahæstur með 26 stig. Memphis-liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Richard Hamilton átti enn einn stórleikinn í fjarveru Allen Iverson og var með 24 stig og 16 stoðsendingar þegar Detroit Pistons vann 99-95 útisigur á Toronto Raptors eftir framlengingu. Antonio McDyess var með 16 stig og 13 fráköst fyrir Detroit sem unnu alla leik tímabilsins á móti Toronto í fyrsta sinn síðan 1997-98. Chris Bosh var með 27 stig og 10 fráköst hjá Toronto og Jose Calderon bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en það kom þó ekki í veg fyir sjöunda tap liðsins í röð. Yao Ming var með 23 stig og Ron Artest var allt í öllu í vörn og sókn í lokin á 91-86 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats. Gerald Wallace var með 17 stig fyrir Bobcats. Thaddeus Young setti persónulegt met með 31 stigi í 104-101 sigri Philadelphia 76ers á Chicago Bulls. Andre Iguodala var með 25 stig en þetta var síðasti leikurinn sem 76ers spila í hinni 42 ára gömlu Spectrum-höll. Chris Paul var með 30 stig þegar New Orleans Hornets vann Milwaukee Bucks 95-86 en þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir Bucks sem hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Þrenna Jasons Kidd var ekki nóg fyrir Dallas Mavericks í nótt þegar liðið tapaði 119-110 á móti Golden State Warriors á útivelli. Kidd var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Dallas tapaði í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stephen Jackson var með 31 stig hjá Golden State og Monta Ellis var litlu síðri með 29 stig og 11 fráköst. Brandon Roy skoraði 24 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann New Jersey Nets, 109-100. Deven Harris var með 27 stig fyrir New Jersey sem er að gefa eftir og tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Hinn örsmái Nate Robinson er sjóðandi heitur þessa daganna og í nótt var hann með 25 stig í 102-94 útisigri New York Knicks á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var líka með 24 stig í þriðja sigri New York í röð. Ryan Gomes skoraði 28 stig fyrir Minnesota. Dwight Howard var með 18 stig og 13 fráköst auk þess að setja persónulegt met með 7 stoðsendingum í 112-103 sigri Orlando Magic á Washington Wizards. Antawn Jamison skoraði 36 stig fyrir Wizards. Joe Johnson fór yfir 30 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í 101-86 sigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Al Horford var með 17 stig og 15 fráköst í fjórða sigri Hawks í röð. T.J. Ford skoraði 29 stig fyrir Indiana eftir að hafa skorað 14 síðustu stig liðsins í leiknum.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti