Veröldin vill samning sem heldur 12. desember 2009 06:00 Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar