Fótbolti

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, skorar hér fyrra markið sitt.
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, skorar hér fyrra markið sitt. Mynd/Vilhelm

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

„Það reyndi ekki mikið á okkur í vörninni en ég var ánægð með spilið og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við héldum háu tempói. Á móti Serbíu duttum við aðeins niður en nú var gott að fá tólf mörk," sagði Katrín.

„Það er mjög gott að byrja undankeppnina svona og svo er bara hörkuleikur næst úti í Frakklandi. Það verður nú allt annað en þetta," sagði Katrín en íslenska liðið mætir Frakklandi 24. október.

Katrín skoraði 14.og 15. landsliðsmark sitt í kvöld en henni tókst þó ekki að innsigla þrennuna. „Það gekk ekki að skora þrennuna í dag en hún verður bara að koma seinna," sagði Katrín en hún skoraði tvö skallamörk á tveimur mínútum um miðjan fyrri hálfleik og var síðan ótrúlega nálægt því að skora þriðja markið sitt á 31. mínútu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×