Frábær byrjun Formúlu 1 nýliðans 17. október 2009 10:47 Kamui Kobayashi umvafinn japönskum fréttamönnum í Brasilíu. mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira