Handbolti

Guðmundur: Alltaf jafn erfitt að velja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta. Mynd/Daníel

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir að það hafi verið erfitt verkefni að velja aðeins sautján leikmenn fyrir EM í handbolta sem haldið verður í Austurríki í næsta mánuði.

„Það er alltaf jafn erfitt að velja svona hóp," sagði Guðmundur við Vísi. „Og alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið. Þannig er þetta bara og allir landsliðsþjálfarar þurfa að glíma við þetta vandamál."

Þó eru ekki allir 100 prósent heilir en til að mynda Logi Geirsson og Þórir Ólafsson hafa verið frá vegna meiðsla að undanförnu. „Það er aldrei þannig að allir eru heilir en ég mun nota bæði æfingar og æfingaleiki til að meta ástand leikmanna. Ef eitthvað kemur upp á get ég valið aðra leikmenn í hópinn."

Nánar verður rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×