Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir." Íslenski handboltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira