Stórir áfangar sem eyða óvissu Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 27. júní 2009 06:00 Á þeim björtu sumardögum sem nú gleðja landsmenn hillir undir að fast land verði á ný undir fótum í efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið. Þessa dagana eru að nást gríðarlega mikilvægir áfangar í þeim stórmálum sem glímt hefur verið við á vettvangi ríkisstjórnarinnar í vetur. Stöðugleikasáttmálinn, Icesave-deilan, ríkisfjármálin, erlendar lántökur hjá vinaþjóðum, endurreisn bankanna, afgreiðsla annars áfanga samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Allt eru þetta lykilþættir í endurreisn íslensks efnahagslífs sem nú sér fyrir endann á. Með afgreiðslu þessara mála verður margs konar óvissu sem ríkt hefur um stöðu þjóðarbúsins aflétt. Það þýðir ekki að fram undan sé beinn og breiður vegur, hann verður bæði grýttur og torsóttur næstu árin, en leiðin hefur verið vörðuð, við vitum hvert skal stefna og við erum að ná árangri. Mikilvægt siglingakortSamningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem var eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í endurreisn efnahagslífsins. Þar með hafa aðilar vinnumarkaðarins, ríkisvaldið og sveitarfélögin, ákveðið að tryggja frið á vinnumarkaði næstu misserin og vinna þétt saman að endurreisninni. Stöðugleikasáttmálinn er mikilvæg leiðarlýsing og aðrir hafa sagt hann sáttmála um framfarir og nýja sókn. Efnahagsleg markmið sáttmálans eru þau að í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera ekki meiri en 10,5% af VLF, dregið hafi úr gengissveiflum, gengið styrkist og nálgist jafnvægisgengi. Þá er við það miðað að vaxtamunur við evrusvæðið verði innan við 4%. Náist þessi markmið með samstilltu átaki munu skapast skilyrði fyrir vaxandi fjárfestingum innlendra sem erlendra aðila, auknum hagvexti, nýrri sókn í atvinnumálum, og grunnur verið lagður að bættum lífskjörum til frambúðar. Áætlun í ríkisfjármálum til 2013Mikilvæg undirstaða sáttmálans er fyrirliggjandi aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til 2013 og sameiginlegur skilningur á því að hlutdeild skattahækkana verður ekki meiri en 45% af þeirri upphæð sem þarf til að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum fram til 2011. Viðfangsefnin í ríkisfjármálunum eru þau umfangsmestu sem nokkur íslensk ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir í sögu þjóðarinnar. Á fjórum árum þarf að eyða a.m.k. 170-180 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs og auk þess skapa svigrúm fyrir stóraukinn fjármagnskostnað ríkisins vegna lántöku af völdum hrunsins. Ef ekki kæmi til aukin tekjuöflun ríkisins myndi verkefnið kalla á að u.þ.b. 40% af umfangi ríkisrekstrarins yrði aflagt - slík er stærðargráðan sem við er að eiga. Aðgerðaráætlunin eyðir óvissu um hvernig íslenska ríkið hyggst haga aðgerðum sínum til þess að mæta vanda þjóðarbúsins við þessar erfiðu aðstæður og fullnægir óskum innlendra sem erlendra hagsmunaaðila sem mjög hafa eftir því spurt. Endurreisn bankakerfisinsStórum áfanga verður náð í endurreisn íslensks efnahagslífs um miðjan næsta mánuð þegar ríkissjóður leggur bönkunum til eigið fé, sem við sölu bankanna mun að einhverju eða öllu leyti verða endurgreitt. Á sama tíma munu nýju bankarnir greiða fyrir þær eignir umfram skuldir sem fluttar voru til þeirra úr gömlu bönkunum. Þá munu efnahagsreikningar bankanna loks liggja ljósir fyrir sem ætti að auðvelda þeim að horfa til framtíðar. Stofnað verður eignarhaldsfélag, bankasýsla, um hluti ríkisins í bönkum og fjármálafyrirtækjum samkvæmt frumvarpi sem til meðferðar er á Alþingi. Bankasýslan á að sinna skyldum ríkisins sem eiganda bankanna án beinna afskipta stjórnmálamanna. Henni ber að tryggja að þeim miklu fjármunum sem ríkissjóður leggur til bankanna verði vel varið og bankakerfið hafi afl til þess að sinna þörfum heimila og fyrirtækja. Bankasýslan byggir að miklu leyti á reynslu annarra Norðurlanda af því að kljást við kreppur og hefur áformum um hana verið fagnað af erlendum samstarfsaðilum og bankastofnunum. Vandamálin hér eru vissulega enn stærri en frændþjóðir okkar glímdu við á sínum tíma, en aðferðir þeirra eru engu að síður til eftirbreytni fyrir okkur. Alþingi hefur einnig til meðferðar frumvarp um stofnun eignarsýslufélags. Enginn banki gæti tekist á við vandamál eins og við stöndum frammi fyrir án aðstoðar og án skýrrar stefnu eigandans sem í okkar tilfelli er ríkið. Félagið mun geta eignast fá en mikilvæg fyrirtæki, með endurskipulagningu og endursölu þeirra við fyrsta tækifæri að markmiði. Félagið á að tryggja gagnsætt ferli þar sem allir sitja við sama borð. Bankasýslan og eignarsýslufélagið eiga að verða sá grunnur sem nauðsynlegur er til þess að tryggja árangursríka og faglega endurreisn bankakerfisins. Icesave-samkomulag opnar dyr að nýjuAlþingi fól ríkisstjórninni í byrjun desember 2008 að ná fram samningum við Hollendinga og Breta vegna lágmarks innstæðutrygginga á Icesave-reikningum Landsbankans. Íslensk stjórnvöld höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki myndi reynast unnt að fá óvilhallan dómstól til þess að skera úr réttarágreiningi um málið og ljóst var að Ísland stóð eitt í alþjóðasamfélaginu um þá túlkun að vafi léki á ábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingunum. Með samkomulaginu er háum þröskuldi rutt úr vegi endurreisnaráætlunar Íslands og með því opnast á ný þær efnahagslegu og pólitísku dyr til alþjóðasamfélagsins sem framtíð Íslands byggir ekki hvað síst á. Að mínum dómi hefur það markmið Alþingis náðst með Icesave-samningunum að tekið yrði tillit til „hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í". Það er gert með því að ríkið þarf ekki að inna neinar greiðslur af hendi næstu sjö ár meðan Íslendingar eru að vinna sig út úr efnahagsvandanum. Höfuðstóllinn greiðist þennan tíma niður eins og tök eru á með tekjum af eignum Landsbankans. Eigur íslenska ríkisins vel varðarMikilvæg ákvæði eru í samningunum um að bjóðist betri kjör með lægri vöxtum og/eða lengri lánstíma má greiða lánið upp. Þá er í samningnum endurskoðunarákvæði um að verði greiðsluþol ríkisins minna en það var metið í nóvember 2008 megi endurskoða samninginn. Þetta er mikilvægur fyrirvari á þeirri ábyrgð sem íslenska ríkið gengst undir. Þannig ætti samningurinn að tryggja að ekki komi til þess að gengið verði að eigum íslenska ríkisins og fráleitt er að halda því fram að hægt sé að ganga að náttúruauðlindum til að fullnusta ábyrgðina. Mikilvægt er að árétta einnig að Bretar og Hollendingar taka á sig um helming skuldbindinga vegna Icesave-reikninga Landsbanka Íslands. Ég treysti því að Alþingi, sem í þessu efni sem öðru á síðasta orðið, komist að þeirri niðurstöðu að Icesave-samningarnir séu viðunandi. Réttlætinu verður fullnægtOkkur öllum þykir þungbært að hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna „ófyrirgefanlegs" áhættureksturs erlendis og máttleysis eftirlitsstofnana við að verja þjóðarbúið. Kröfur um ákærur og frystingu eigna þeirra sem ábyrgð bera eru ofarlega í huga. Ég vil þó minna á orð Evu Joly í því sambandi að slík starfsemi skilur eftir rekjanlega slóð og mestu skiptir að heildarmyndin sé skýr áður en látið er til skarar skríða. Ljóst er að einskis verður látið ófreistað af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að ákæruvaldið fái möguleika til þess að fullnægja réttlætinu á þessu sviði. Skýr heildarmyndVið störfum samkvæmt sameiginlegri endurreisnaráætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún nýtur viðtæks stuðnings á alþjóðavettvangi. Forsenda þess stuðnings er að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar og geri upp lágmarkstryggingar vegna Icesave-reikninganna. Við einsetjum okkur að nota næstu sjö ár ekki aðeins til þess að endurreisa efnahagslífið heldur einnig til að endurheimta traust ríkja og alþjóðastofnana. Gangi það eftir getum við treyst því að fá til þess pólitískt og alþjóðlegt atfylgi ef þörf yrði á endurskoðun Icesave-samninganna vegna ófyrirsjáanlegra atburða sem kynnu að íþyngja verulega gjaldaþoli ríkissjóðs. Margir hafa af því áhyggjur að íslenska ríkinu verði um megn að greiða skuldir sínar eða muni skorta gjaldeyri til þess. Slíkar áhyggjur eru óþarfar vegna þess að samningar okkar við AGS og ýmsar vinaþjóðir snúast um að tryggja að okkur verði þetta kleift. Samningar um víðtækt alþjóðlegt samstarfRíkisstjórnir Norðurlanda eru þessa dagana að samþykkja lánveitingar til Íslands og verður skrifað undir lánasamning við þær í byrjun næstu viku. Það er engin tilviljun að þessar lánveitingar koma strax í kjölfar þess að stigið verður mikilvægt skref með framlagningu frumvarps á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Í ágúst næstkomandi verða ekki heldur neinar hindranir í vegi fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá AGS gangi áætlanir okkar um endurreisn bankakerfisins eftir. Með afgreiðslu sjóðsins á 2. hluta lánafyrirgreiðslu sinnar ætti öllum að verða ljóst að endurreisnin á Íslandi er á réttri braut. Aðildarumsókn að Evrópusambandinu.Í næsta mánuði mun Alþingi afgreiða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarumsókn Íslands mun senda umheiminum skýr skilaboð um hvert Ísland stefni í endurreisnarstarfinu. Slík fyrirheit um efnahagslegan stöðugleika, traustan gjaldmiðil og alþjóðlegt efnahagslegt umhverfi á Íslandi samfara aðild að Evrópusambandinu munu skipta miklu máli, ekki síst til að endurvekja traust á íslensku hagkerfi. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á þeim björtu sumardögum sem nú gleðja landsmenn hillir undir að fast land verði á ný undir fótum í efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið. Þessa dagana eru að nást gríðarlega mikilvægir áfangar í þeim stórmálum sem glímt hefur verið við á vettvangi ríkisstjórnarinnar í vetur. Stöðugleikasáttmálinn, Icesave-deilan, ríkisfjármálin, erlendar lántökur hjá vinaþjóðum, endurreisn bankanna, afgreiðsla annars áfanga samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Allt eru þetta lykilþættir í endurreisn íslensks efnahagslífs sem nú sér fyrir endann á. Með afgreiðslu þessara mála verður margs konar óvissu sem ríkt hefur um stöðu þjóðarbúsins aflétt. Það þýðir ekki að fram undan sé beinn og breiður vegur, hann verður bæði grýttur og torsóttur næstu árin, en leiðin hefur verið vörðuð, við vitum hvert skal stefna og við erum að ná árangri. Mikilvægt siglingakortSamningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem var eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í endurreisn efnahagslífsins. Þar með hafa aðilar vinnumarkaðarins, ríkisvaldið og sveitarfélögin, ákveðið að tryggja frið á vinnumarkaði næstu misserin og vinna þétt saman að endurreisninni. Stöðugleikasáttmálinn er mikilvæg leiðarlýsing og aðrir hafa sagt hann sáttmála um framfarir og nýja sókn. Efnahagsleg markmið sáttmálans eru þau að í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera ekki meiri en 10,5% af VLF, dregið hafi úr gengissveiflum, gengið styrkist og nálgist jafnvægisgengi. Þá er við það miðað að vaxtamunur við evrusvæðið verði innan við 4%. Náist þessi markmið með samstilltu átaki munu skapast skilyrði fyrir vaxandi fjárfestingum innlendra sem erlendra aðila, auknum hagvexti, nýrri sókn í atvinnumálum, og grunnur verið lagður að bættum lífskjörum til frambúðar. Áætlun í ríkisfjármálum til 2013Mikilvæg undirstaða sáttmálans er fyrirliggjandi aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til 2013 og sameiginlegur skilningur á því að hlutdeild skattahækkana verður ekki meiri en 45% af þeirri upphæð sem þarf til að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum fram til 2011. Viðfangsefnin í ríkisfjármálunum eru þau umfangsmestu sem nokkur íslensk ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir í sögu þjóðarinnar. Á fjórum árum þarf að eyða a.m.k. 170-180 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs og auk þess skapa svigrúm fyrir stóraukinn fjármagnskostnað ríkisins vegna lántöku af völdum hrunsins. Ef ekki kæmi til aukin tekjuöflun ríkisins myndi verkefnið kalla á að u.þ.b. 40% af umfangi ríkisrekstrarins yrði aflagt - slík er stærðargráðan sem við er að eiga. Aðgerðaráætlunin eyðir óvissu um hvernig íslenska ríkið hyggst haga aðgerðum sínum til þess að mæta vanda þjóðarbúsins við þessar erfiðu aðstæður og fullnægir óskum innlendra sem erlendra hagsmunaaðila sem mjög hafa eftir því spurt. Endurreisn bankakerfisinsStórum áfanga verður náð í endurreisn íslensks efnahagslífs um miðjan næsta mánuð þegar ríkissjóður leggur bönkunum til eigið fé, sem við sölu bankanna mun að einhverju eða öllu leyti verða endurgreitt. Á sama tíma munu nýju bankarnir greiða fyrir þær eignir umfram skuldir sem fluttar voru til þeirra úr gömlu bönkunum. Þá munu efnahagsreikningar bankanna loks liggja ljósir fyrir sem ætti að auðvelda þeim að horfa til framtíðar. Stofnað verður eignarhaldsfélag, bankasýsla, um hluti ríkisins í bönkum og fjármálafyrirtækjum samkvæmt frumvarpi sem til meðferðar er á Alþingi. Bankasýslan á að sinna skyldum ríkisins sem eiganda bankanna án beinna afskipta stjórnmálamanna. Henni ber að tryggja að þeim miklu fjármunum sem ríkissjóður leggur til bankanna verði vel varið og bankakerfið hafi afl til þess að sinna þörfum heimila og fyrirtækja. Bankasýslan byggir að miklu leyti á reynslu annarra Norðurlanda af því að kljást við kreppur og hefur áformum um hana verið fagnað af erlendum samstarfsaðilum og bankastofnunum. Vandamálin hér eru vissulega enn stærri en frændþjóðir okkar glímdu við á sínum tíma, en aðferðir þeirra eru engu að síður til eftirbreytni fyrir okkur. Alþingi hefur einnig til meðferðar frumvarp um stofnun eignarsýslufélags. Enginn banki gæti tekist á við vandamál eins og við stöndum frammi fyrir án aðstoðar og án skýrrar stefnu eigandans sem í okkar tilfelli er ríkið. Félagið mun geta eignast fá en mikilvæg fyrirtæki, með endurskipulagningu og endursölu þeirra við fyrsta tækifæri að markmiði. Félagið á að tryggja gagnsætt ferli þar sem allir sitja við sama borð. Bankasýslan og eignarsýslufélagið eiga að verða sá grunnur sem nauðsynlegur er til þess að tryggja árangursríka og faglega endurreisn bankakerfisins. Icesave-samkomulag opnar dyr að nýjuAlþingi fól ríkisstjórninni í byrjun desember 2008 að ná fram samningum við Hollendinga og Breta vegna lágmarks innstæðutrygginga á Icesave-reikningum Landsbankans. Íslensk stjórnvöld höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki myndi reynast unnt að fá óvilhallan dómstól til þess að skera úr réttarágreiningi um málið og ljóst var að Ísland stóð eitt í alþjóðasamfélaginu um þá túlkun að vafi léki á ábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingunum. Með samkomulaginu er háum þröskuldi rutt úr vegi endurreisnaráætlunar Íslands og með því opnast á ný þær efnahagslegu og pólitísku dyr til alþjóðasamfélagsins sem framtíð Íslands byggir ekki hvað síst á. Að mínum dómi hefur það markmið Alþingis náðst með Icesave-samningunum að tekið yrði tillit til „hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í". Það er gert með því að ríkið þarf ekki að inna neinar greiðslur af hendi næstu sjö ár meðan Íslendingar eru að vinna sig út úr efnahagsvandanum. Höfuðstóllinn greiðist þennan tíma niður eins og tök eru á með tekjum af eignum Landsbankans. Eigur íslenska ríkisins vel varðarMikilvæg ákvæði eru í samningunum um að bjóðist betri kjör með lægri vöxtum og/eða lengri lánstíma má greiða lánið upp. Þá er í samningnum endurskoðunarákvæði um að verði greiðsluþol ríkisins minna en það var metið í nóvember 2008 megi endurskoða samninginn. Þetta er mikilvægur fyrirvari á þeirri ábyrgð sem íslenska ríkið gengst undir. Þannig ætti samningurinn að tryggja að ekki komi til þess að gengið verði að eigum íslenska ríkisins og fráleitt er að halda því fram að hægt sé að ganga að náttúruauðlindum til að fullnusta ábyrgðina. Mikilvægt er að árétta einnig að Bretar og Hollendingar taka á sig um helming skuldbindinga vegna Icesave-reikninga Landsbanka Íslands. Ég treysti því að Alþingi, sem í þessu efni sem öðru á síðasta orðið, komist að þeirri niðurstöðu að Icesave-samningarnir séu viðunandi. Réttlætinu verður fullnægtOkkur öllum þykir þungbært að hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna „ófyrirgefanlegs" áhættureksturs erlendis og máttleysis eftirlitsstofnana við að verja þjóðarbúið. Kröfur um ákærur og frystingu eigna þeirra sem ábyrgð bera eru ofarlega í huga. Ég vil þó minna á orð Evu Joly í því sambandi að slík starfsemi skilur eftir rekjanlega slóð og mestu skiptir að heildarmyndin sé skýr áður en látið er til skarar skríða. Ljóst er að einskis verður látið ófreistað af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að ákæruvaldið fái möguleika til þess að fullnægja réttlætinu á þessu sviði. Skýr heildarmyndVið störfum samkvæmt sameiginlegri endurreisnaráætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún nýtur viðtæks stuðnings á alþjóðavettvangi. Forsenda þess stuðnings er að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar og geri upp lágmarkstryggingar vegna Icesave-reikninganna. Við einsetjum okkur að nota næstu sjö ár ekki aðeins til þess að endurreisa efnahagslífið heldur einnig til að endurheimta traust ríkja og alþjóðastofnana. Gangi það eftir getum við treyst því að fá til þess pólitískt og alþjóðlegt atfylgi ef þörf yrði á endurskoðun Icesave-samninganna vegna ófyrirsjáanlegra atburða sem kynnu að íþyngja verulega gjaldaþoli ríkissjóðs. Margir hafa af því áhyggjur að íslenska ríkinu verði um megn að greiða skuldir sínar eða muni skorta gjaldeyri til þess. Slíkar áhyggjur eru óþarfar vegna þess að samningar okkar við AGS og ýmsar vinaþjóðir snúast um að tryggja að okkur verði þetta kleift. Samningar um víðtækt alþjóðlegt samstarfRíkisstjórnir Norðurlanda eru þessa dagana að samþykkja lánveitingar til Íslands og verður skrifað undir lánasamning við þær í byrjun næstu viku. Það er engin tilviljun að þessar lánveitingar koma strax í kjölfar þess að stigið verður mikilvægt skref með framlagningu frumvarps á Alþingi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Í ágúst næstkomandi verða ekki heldur neinar hindranir í vegi fyrir frekari lánafyrirgreiðslu frá AGS gangi áætlanir okkar um endurreisn bankakerfisins eftir. Með afgreiðslu sjóðsins á 2. hluta lánafyrirgreiðslu sinnar ætti öllum að verða ljóst að endurreisnin á Íslandi er á réttri braut. Aðildarumsókn að Evrópusambandinu.Í næsta mánuði mun Alþingi afgreiða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarumsókn Íslands mun senda umheiminum skýr skilaboð um hvert Ísland stefni í endurreisnarstarfinu. Slík fyrirheit um efnahagslegan stöðugleika, traustan gjaldmiðil og alþjóðlegt efnahagslegt umhverfi á Íslandi samfara aðild að Evrópusambandinu munu skipta miklu máli, ekki síst til að endurvekja traust á íslensku hagkerfi. Höfundur er forsætisráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun