Þorsteini Pálssyni svarað Árni Finnsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun