Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 11:00 LeBron skýtur hér að körfunni þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiknum. Nordic Photos / Getty Images LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira