Körfubolti

Alonzo Mourning lagði skóna á hilluna

Alonzo Mourning
Alonzo Mourning NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Alonozo Mourning hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur nú endanlega tilkynnt að hann sé hættur sem atvinnumaður, 38 ára að aldri.

Mourning kom inn í NBA deildina úr Georgetown háskólanum árið 1992 um leið og Shaquille O´Neal sem enn leikur með Phoenix Suns.

Mourning var tvisvar kjörinn varnarmaður ársins í deildinni og varð NBA meistari með Miami Heat árið 2006 þegar hann var einmitt varamaður Shaquille O´Neal.

Mourning hefur áður ákveðið að hætta og snúa aftur í deildina, en hann greindist með nýrnasjúkdóm árið 2000 en hélt sneri aftur til að spila ári síðar og komst í stjörnuliðið.

Honum sló niður á ný og fyrir vikið missti hann af öllu keppnistímabilinu 2002-03 og fór hann i nýrnaígræðslu í framhaldi af því. Mourning íhugaði að hætta í þrjú ár, en ákvað að halda áfram og náði að vinna langþráðan titil árið 2006.

Það var síðan í desember árið 2007 sem hann varð fyrir alvarlegum fótameiðslum sem bundu enda á leiktíðina hjá honum. Mourning hafði náð sér af meiðslum sínum, en sagði tíma til kominn til að hætta. Hann verður 39 ára í næsta mánuði.

Mourning skoraði 17,1 stig og hirti 8,5 fráköst að meðaltali í leik á 15 leiktíðum í NBA deildinni. Hann varði samtals 2356 skot á ferlinum sem er það tíunda mesta í sögu deildarinnar. Hann var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×