NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2009 10:14 LeBron James segir sínum mönnum til í leiknum í nótt. Nordic Photos / AFP Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira