Þöggunarkrafa Þorsteins 22. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun