Formúla 1

Button og Hamilton ökumenn McLaren 2010

Lewis Hamilton og Jenson Button aka hjá McLaren á næsta ári.
Lewis Hamilton og Jenson Button aka hjá McLaren á næsta ári. Mynd: Getty Images

Formúlu 1 lið McLaren staðfesti í dag að hafa ráðið heimsmeistarann Jenson Button til liðsins við hlið Lewis Hamilton fyrir árið 2010.

Þar með er öllum vangaveltum Ross Brawn um að hann geti verið hjá Mercedes liðinu á næsta ári lokið, en Button varð meistari með Brawn á þessu ári. Mercedes keypti Brawn liðið formlega á mánudaginn.

Er fastlega gert ráð fyrir því að ökumenn Mercedes verði Nico Rosberg og Nick Heidfeld. Á sama tíma hefur Kimi Raikkönen dregið sig í hlé, þar sem McLaren gekk ekki að launakröfum hans, né heldur vildi Raikkönen sinna kostendum liðsins eins og það óskaði eftir.

Bæði Button og Hamilton eru sáttir við ráðhaginn, en talið er að Button hefi gert þriggja ára samning við McLaren.

"Það er alltaf erfitt að yfirgefa eitt lið fyrir annað. En lífið býður upp á tækifæri og möguleika og það er vert að reyna á sjálfan sig. Ég mun aldrei gleyma veru minni með Brawn í fyrra, en ég vildi reyna nýja hluti og valdi McLaren", sagði Button í dag.

Sjá nánar












Fleiri fréttir

Sjá meira


×