Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum 11. september 2009 15:00 Arnór Guðjohnsen fær tækifæri til að sýna kunnáttu sína á golfvellinum. Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu. Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu.
Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira