Bayern Munchen hefur náð samkomulagi við Zenit í Pétursborg um kaup á úkraínska landsliðsmanninum Anatoliy Tymoshchuk næsta sumar.
Tymoshchuk er 29 ára miðjumaður og er væntanlegur til Bayern í síðasta lagi í júlí ef marka má orð Uli Hoeness framkvæmdastjóra Bayern í dag.
Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en þýskir fjölmiðlar segja það vera í kring um 14 milljónir evra.
Bayern hefur þegar gengið frá því að fá framherjann Ivica Olic hjá Hamburg til liðs við sig á næstu leiktíð, sem og miðjumanninn efnilega Alexander Baumjohann frá Gladbach.