Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað 10. júní 2009 00:01 Mikið magn fíkniefna hefur verið tekið það sem af er árinu. Lögregla rannsakar nú afar umfangsmikið mál sem talið er ná víða um lönd. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu. Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugsaldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raunar handtekinn í fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bensíntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkniefnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslutöku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsakar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóðlegs glæpahrings, sem meðal annars hefur staðið fyrir fíkniefnasmygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og tollyfirvöld komið að málinu.
Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira