Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í gær en Fylkir er enn taplaust eftir fjórar umferðir, rétt eins og Stjarnan.
Fylkir og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í Árbænum í dag. Berglind Magnúsdóttir kom gestunum yfir á 42. mínútu en Danka Podovac jafnaði metin fyrir Fylki á 76. mínútu.
Þá vann Afturelding/Fjölnir 3-1 sigur á KR í Mosfellsbænum í dag.
Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða alls tólf stig. Fylkir er svo í öðru sæti með tíu stig, einu meira en Valur og Breiðablik.
Þór/KA er í fimmta sætinu með sjö stig, einu meira en Afturelding/Fjölnir.
KR og GRV eru svo í sjöunda og áttunda sæti með átta stig hvort en Keflavík og ÍR eru stigalaus á botni deildarinnar.