Handbolti

Handboltahátið á Strandgötunni í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson.
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson. Mynd/Valli

Fjögur efstu karla og kvennaliðin í N1-deildunum í handbolta spila í dag undanúrslitaleikina í Flugfélags Íslands deildarbikarnum sem fram fer á Strandgötunni í Hafnarfirði í ár. Konurnar byrja og enda daginn en karlaleikirnir fara síðan fram á milli þeirra.

Fyrsti leikur dagsins er hjá konunum þegar topplið Vals mætir Haukum. Valsliðið vann öruggan 11 marka sigur, 34-23, þegar liðin mættust fyrr í vetur og er því mun sigurstranglegra í þessum leik. Leikurinn hefst klukkan 12.00.

Annar leikur dagsins er á milli sömu liða í karlaflokki en þar mæta Haukar hinsvegar til leiks sem toppliðið. Liðin gerðu 20-20 jafntefli þegar þau mættust fyrr í vetur og það stefnir því í jafnan leik. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Þriðji leikur dagsins er á milli karlaliði FH og Akureyrar. FH vann 30-27 sigur í eina leik liðanna í vetur en sá leikur fór fram fyrir norðan. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Fjórði og síðasti leikur dagsins er síðan á milli Íslandsmeistara Stjörnunnar og Fram en þessi lið hafa spilað marga úrslitaleiki síðustu tvö tímabil. Stjarnan vann 26-21 sigur á Fram í fyrsta leik liðanna í vetur. Leikurinn hefst klukkan 18.00.

Sigurvegarar leikjanna mætast síðan í úrslitaleikjunum á sama stað á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×