NBA í nótt: Gjörsamlega ótrúleg sigurkarfa Harris - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 09:20 Devin Harris fagnar sigri sinna manna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira