Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2009 14:45 Eiður Smári Guðjohnsen kom fram fyrir hönd Barcelona á blaðamannfundi í dag. Mynd/GettyImages Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira